Umferðarslys á Kjalarnesi

Slysið virðist ekki hafa verið alvarlegt.
Slysið virðist ekki hafa verið alvarlegt. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Umferðarslys varð á Kjalarnesi fyrr í dag.

Þetta staðfestir Hjördís Sigurbjartsdóttir, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu.

Samkvæmt fyrstu upplýsingum virðist slysið ekki hafa verið alvarlegt. Óskað var eftir aðstoð við að fjarlægja tvær bifreiðar af vettvangi.

Á vef Vegagerðarinnar umferdin.is má ekki sjá að slysið hafi áhrif á umferð um Kjalarnesið.

Ekki fengust frekari upplýsingar um slysið. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert