Bæjarstjóri Reykjanesbæjar í veikindaleyfi

Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri í Reykjanesbæ.
Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri í Reykjanesbæ. mbl.is/Sigurður Bogi

Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri Reykjanesbæjar, er kominn í veikindaleyfi. Hann greindist með krabbamein í sumar. Hormónameðferð hófst strax í kjölfar greiningar og er stefnt að því að hann gangist undir geislameðferð í október og nóvember. 

Frá þessu er greint á vef Víkurfrétta en þar segir að Kjartan Már muni áfram sinna ýmsum sérverkefnum í samráði við Halldóru Fríðu Þorvaldsdóttur, formann bæjarráðs og staðgengil bæjarstjóra, sem mun taka við starfi Kjartans sem bæjarstjóri.

Reiknað er með að Kjartan taki aftur við starfi bæjarstjóra eftir áramótin.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert