Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri Reykjanesbæjar, er kominn í veikindaleyfi. Hann greindist með krabbamein í sumar. Hormónameðferð hófst strax í kjölfar greiningar og er stefnt að því að hann gangist undir geislameðferð í október og nóvember.
Frá þessu er greint á vef Víkurfrétta en þar segir að Kjartan Már muni áfram sinna ýmsum sérverkefnum í samráði við Halldóru Fríðu Þorvaldsdóttur, formann bæjarráðs og staðgengil bæjarstjóra, sem mun taka við starfi Kjartans sem bæjarstjóri.
Reiknað er með að Kjartan taki aftur við starfi bæjarstjóra eftir áramótin.