Karlmaður hefur verið ákærður af embætti héraðssaksóknara fyrir að hafa nauðgað konu árið 2015.
Segir í ákæru héraðssaksóknara að maðurinn hafi, aðfaranótt sunnudagsins 28. júní, nuddað kynfæri konunnar og stungið fingrum inn í leggöng hennar.
Notfærði hinn ákærði sér að konan væri sofandi og gat þannig ekki spornað við verknaðinum sökum svefndrunga.
Er þess krafist að ákærði verði dæmdur til refsingar og greiðslu alls sakarkostnaðar.
Af hálfu konunnar er þess krafist að ákærða verði gert að greiða miskabætur að fjárhæð 2,5 milljónir króna og auk þess vexti frá 28. júní 2015 þar til mánuður er liðinn frá birtingu kröfunnar en síðan dráttarvaxta frá þeim degi til greiðsludags.