Kærur lagðar fram eftir harkaleg slagsmál

Slagsmálin voru harkaleg að sögn Úlfars Lúðvíkssonar, lögreglustjóra á Suðurnesjum.
Slagsmálin voru harkaleg að sögn Úlfars Lúðvíkssonar, lögreglustjóra á Suðurnesjum. Samsett mynd/mbl.is/Eggert

Úlfar Lúðvíksson, lögreglustjóri á Suðurnesjum, segir að búið sé að leggja fram kærur eftir hópslagsmálin sem brutust út fyrir utan Fjölbrautaskóla Suðurnesja á mánudaginn.

Hann segir að það hafi komið til slagsmála á milli tveggja hópa sem virðast hafa verið nokkuð harkaleg.

„Á myndskeiðum sem til eru af þessum atburði þá kýla drengir og sparka hver í annan,“ segir Úlfar í samtali við mbl.is.

Úlfar segir að málið sé til rannsóknar í samstarfi við barnaverndaryfirvöld í Reykjanesbæ og hann segist ekki vita til þess að neinn hafi slasast alvarlega í slagsmálunum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert