Búast má við snjókomu á fjallvegum norðaustan til á landinu í dag og fram yfir hádegi á morgun. Þá verði vetrarfærð, einkum á Mývatns- og Möðrudalsöræfum og Fjarðarheiði.
Þetta kemur fram í ábendingum veðurfræðings Vegagerðarinnar.
Þar segir að það hvessi í nótt með hviðum um 35 m/s í vindstrengjum við fjöll á Austfjörðum og þá helst í Hamarsfirði.
Það dragi úr vindi eftir kl 15 á morgun.