„Ekki það sem þjóðin þarf á að halda“

Finn­björn A. Her­manns­son, for­seti ASÍ, er ósáttur við Íslandsbanka.
Finn­björn A. Her­manns­son, for­seti ASÍ, er ósáttur við Íslandsbanka. Samsett mynd/mbl.is/Sigurður Bogi/mbl.is/Kristinn Magnússon

„Þetta er mjög dapurt,“ segir Finnbjörn A. Hermannsson, forseti Alþýðusambands Íslands, inntur eftir viðbrögðum við vaxtahækkunum Íslandsbanka.

„Það er sorglegt að þessi græðgi skuli birtast í þessari mynd þegar allir vita hvert við erum að reyna að stefna, að reyna að bjarga heimilunum undan vaxtaokri. Þá hlaupa þeir til og hækka vexti þegar einhverjir fjárfestar vilja fá meiri ávöxtun á peningana sína,“ segir hann.

Íslandsbanki tilkynnti í síðdegis í gær að verðtryggðir breytilegir vextir íbúðalána munu hækka um 0,50 prósentustig og verðtryggðir fastir íbúðalánavextir hækki um 0,40 prósentustig. 

„Þetta er ekki það sem þjóðin þarf á að halda. Þetta eru heldur ekki þeir aðilar sem eru að berjast í bökkum um heimilin sín eða að eiga í matinn.“

Finn­björn A. Her­manns­son, for­seti ASÍ.
Finn­björn A. Her­manns­son, for­seti ASÍ. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Eru einhver skilaboð sem þú vilt koma til bankanna?

„Það er ekkert annað sem við getum gert en að hvetja þá til þess að draga þetta til baka.

Taumlaus græðgi 

Íslandsbanki tilkynnti um vaxtahækkanirnar nokkrum dögum eftir að Arion banki greindi frá vaxtahækkunum. Hækka breytilegir íbúðalánavextir bankans um 0,60 prósentustig en fastir íbúðalánavextir um 0,50 prósentustig.

Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambandsins, sagðist í samtali við mbl.is ósáttur við vaxtahækkanirnar. „Græðgi viðskipta­bank­anna þriggja er taum­laus og henni ætl­ar aldrei nokk­urn tím­ann að ljúka, “ sagði Vil­hjálm­ur.

Vilhjálmur Birgisson formaður Starfsgreinasambandsins.
Vilhjálmur Birgisson formaður Starfsgreinasambandsins. mbl.is/Kristinn Magnússon

Hann sagði fólk þvingað í verðtryggð lán með þessum hækkunum.

„Þetta er skóla­bók­ar­dæmi um það að þegar fólk er núna þvingað eins og sauðfé til slátr­un­ar úr óverðtryggðum vöxt­um í verðtryggða vexti að þá fara bank­arn­ir strax í það að hækka vext­ina dug­lega á verðtryggðu lán­un­um,“ sagði Vil­hjálm­ur.

Stýrivextir Seðlabanka Íslands hafa verið 9,25% í rúmlega eitt ár.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert