Gagnrýnir sýningu um geirfuglinn

Bók Gísla Pálssonar hefur verið tilnefnd til verðlauna.
Bók Gísla Pálssonar hefur verið tilnefnd til verðlauna. mbl.is/Árni Sæberg

„Mér finnst þetta mjög ámælis­vert,“ segir Gísli Pálsson, fyrr­verandi prófessor í mannfræði, um framsetningu danska Náttúruminjasafnsins á nýrri sýningu um furðuverk náttúrunnar.

Starfskona safnsins hafði leitað ráða hjá Gísla um hvernig ætti að kynna endalok geirfuglsins. Ástæðan var bók Gísla, The Last of Its Kind, um afdrif fuglsins.

Hún sendi honum uppkast og mynd af Katli Ketilssyni frá Höfnum, sem var í síðustu áhöfninni sem fór til að veiða fuglinn.

Ketill var í textanum frá safninu sagður banamaður síðasta geirfuglsins, eins og hann einn bæri ábyrgð á endalokum stofnsins.

Gísla fannst það ósanngjarnt og varaði safnið við að gera Ketil ábyrgan. Þegar Gísli leit sjálfur á sýninguna varð honum ljóst að safnið hafði ekki tekið tillit til athugasemda hans.

Málið er rakið ítarlega í viðtali við Gísla í Sunnudagsblaði Morgunblaðsins.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert