Horfðu á stærðarinnar ísjaka í sólsetrinu

„Þetta var alveg stórkostlegt og með því fallegasta sem ég hef séð á Íslandi,“ segir Pálmar Ragnarsson í samtali við mbl.is.

Pálmar sigldi ásamt föður sínum Ragnari Torfasyni að stærðarinnar borgarísjökum við Dranga og út við Reykjaneshyrnu á Ströndum í gær. Faðir hans er fæddur og uppalinn Strandamaður, en RÚV greindi fyrst frá ísjakanum. 

„Ég kem hingað á hverju sumri og ég hef ekki séð þetta áður. Fólkið sem býr hérna seg­ir að á nokk­urra ára fresti komi hafís nálægt landi en að þessi sé sá stærsti sem sést hefur í fjölmörg ár.”

Borgarísjakar í sólsetrinu.
Borgarísjakar í sólsetrinu. Ljósmynd/Pálmar Ragnarsson

Pálmar er að smala um helgina í Árneshreppi með fjölskyldu sinni.

„Við erum að sigla frekar ótroðnar slóðir hjá Eyvindarfirði sem er nálægt Dröngum. Þetta er land sem enginn fer á nema á bát og við rekum augun í fyrri borgarísjakann og siglum í áttina að honum,“ greinir Pálmar frá.

Hann segir hann hafa verið bæði fallegan og frekar stóran.

Pálmar Ragnarsson er með fjölskyldu sinni að smala í Árneshreppi.
Pálmar Ragnarsson er með fjölskyldu sinni að smala í Árneshreppi. Ljósmynd/Aðsend

Kastaði upp vegna öldugangs

„Svo förum við að smala og þá sjáum við annan borgarísjaka kominn við Reykjaneshyrnuna og við ákveðum eftir kvöldmat að sigla þangað.“

Pálmar segir hann hafa verið aðeins lengra í burtu og telur jakann hafi verið um fjóra kílómetra frá landi.

„Hann var stærri og hlýtur að hafa verið tæplega 30 metra hár, þó að ég hafi ekki náð að reikna það sjálfur,“ segir Pálmar.

Ragnar Torfason er faðir Pálmars og var skipstjóri ferðarinnar. Ragnar …
Ragnar Torfason er faðir Pálmars og var skipstjóri ferðarinnar. Ragnar er uppalinn Strandamaður. Ljósmynd/Pálmar Ragnarsson

Hann lýsir því að það hafi verið ágætis ölduhæð og að ein frönsk kona sem var með þeim í bátnum hafi kastað upp vegna sjóveiki.

„Þetta var þvílíkt fallegt og við sáum þann ísjaka í sólsetrinu,“ segir Pálmar.



Stærðarinnar borgarísjaki var skammt frá landi.
Stærðarinnar borgarísjaki var skammt frá landi. Ljósmynd/Pálmar Ragnarsson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert