Sá sem varð fyrir árásinni á þrítugsaldri

Lögreglan að störfum í miðbæ Reykjavíkur.
Lögreglan að störfum í miðbæ Reykjavíkur. mbl.is/Kristinn Magnússon

Dyraverðirnir sem eru grunaðir um að hafa framið alvarlega líkamsárás við skemmtistað í nótt eru á þrítugs- og fertugsaldri. Þeir verða yfirheyrðir í dag. 

Þetta segir Þóra Jónasdóttir, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, í samtali við mbl.is.

Maðurinn sem varð fyrir árásinni er á þrítugsaldri en Þóra getur ekki sagt til um líðan hans annað en að hann er ekki í lífshættu. 

Í dagbók lögreglu frá því í morgun var greint frá því að tveir dyraverðir hefðu verið handteknir í nótt vegna alvarlegrar líkamsárásar. Þá kom jafnframt fram að margir hefðu orðið vitni að árásinni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert