„Það á að vera meira jafnvægi í íslensku hagkerfi og það er á vakt þessarar ríkisstjórnar sem þetta ójafnvægi hefur skapast,“ segir Kristrún Frostadóttir formaður Samfylkingarinnar.
Bjarni Benediktsson forsætisráðherra og Kristrún tókust á um efnahagsmál á Sprengisandi í dag.
„Það myndast ójafnvægi þegar það slokknar á alþjóðaflugvellinum, við förum í stuðningsaðgerðir og við endurheimtum síðan tvær milljónir ferðamanna að nýju. Þetta eru rosalega miklar sveiflur sem hafa orðið í hagkerfinu á stuttum tíma,“ segir Bjarni og benti á launahækkanir til viðbótar.
„Þetta er svo mikil þvæla að ég næ ekki upp í nefið á mér,“ segir Bjarni um málflutning Kristrúnar og Miðflokksmanna um að ríkissjóður græði á verðbólgunni með innheimtu virðisaukaskatts.
„Þetta er allt að lenda á okkur á útgjaldahliðinni líka,“ bætir Bjarni við.