Aðsókn að helstu náttúruperlum landsins jókst talsvert milli ára. Dæmi eru um að aðsóknin hafi aukist um þriðjung og allt upp í 126% raunar. Eftir að fréttir bárust af afbókunum ferðamanna og yfirlýsingar voru á lofti um vonbrigðasumar í ferðaþjónustu sýna tölur sem Ferðamálastofa tók saman fyrir Morgunblaðið að þekktustu náttúruperlur landsins trekkja enn að og vel það.
Mjög hefur fjölgað komum gesta að náttúruperlum sem ekki teljast í alfaraleið, svo sem á Vestfjörðum og Austurlandi. Tæplega 62 þúsund manns hafa komið að fossinum Dynjanda í ár en það er 24 prósent aukning frá fyrra ári.
Svipaða sögu er að segja af Fjaðrárgljúfri en þar jókst ásókn um 34% á milli ára. Gestir við Hafnarhólma á Borgarfirði eystra eru orðnir 77 þúsund í ár en það er 53% fjölgun frá 2022. Hástökkvarinn er hinn glæsilegi Hvítserkur við botn Húnafjarðar. Gestum þar fjölgaði um 126% milli ára.
Umfjöllunina má nálgast í heild sinni í Morgunblaðinu í dag.