Óveðursský hrannast upp

Horft yfir Elliðavatn í dag. Varað er við slæmu veðri …
Horft yfir Elliðavatn í dag. Varað er við slæmu veðri síðar í dag. mbl.is/Árni Sæberg

Hvessa á til muna upp úr hádegi á suðvestanverðu landinu. Búist er við að hviður nái þá um 25 metrum á sekúndu í vindstrengjum við fjöll, einkum undir Eyjafjöllum og líklega einnig á Kjalarnesi og við Hafnarfjall.

Við þessu varar veðurfræðingur Vegagerðarinnar í tilkynningu. Tekið er fram að veðrið eigi að skána mikið eftir klukkan 18 í dag.

Veðurstofan hefur þegar gefið út gular viðvaranir. Taka þær gildi á há­degi á Suður­landi og klukk­an 13 á miðhá­lend­inu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka