Saknað síðan í ágúst

Lýst er eftir Said Khakim.
Lýst er eftir Said Khakim. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsir eftir Said Khakim, en síðast er vitað um ferðir hans í Reykjanesbæ hinn 25. ágúst síðastliðinn. 

Í tilkynningu sem lögreglan sendi frá sér fyrir stundu segir að hún þurfi nauðsynlega að ná tali af Said, en hann er þrítugur, um 180 cm á hæð og frá Afganistan.

Þeir sem geta gefið upplýsingar um ferðir Said, eða vita hvar hann er niðurkominn, eru vinsamlegast beðin um hringja í lögreglu í síma 444 1000, en upplýsingum má einnig koma á framfæri í tölvupósti á netfangið abending@lrh.is

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert