„Það hefur gengið mjög vel, við erum þakklát fyrir viðtökurnar og það er greinilegt að fólk vill samkeppni sem leiðir af sér lægra verð,“ segir Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri lágverðsverslunarinnar Príss.
Spurð hvort þau séu með lægsta verðið segir Gréta að svo sé og það hafi verðkannanir staðfest.
„Síðasta ASÍ-könnun sýndi að við erum með lægsta verðið í 97% tilfella, með 5-10% lægra verð en annars staðar.“
Hún segir að það hafi í raun bara verið fyrstu dagana sem var röð út úr dyrum, erfitt að fá grindur og tómar hillur.
„Nú er komið gott jafnvægi og flæði í viðskiptin. Það er þægilegt andrúmsloft hjá okkur, nóg af vörum í hillunum og raðirnar ganga hratt þar sem við erum með marga sjálfsafgreiðslukassa. Svo eru margir byrjaðir að nota appið okkar þar sem fólkið skannar vörurnar beint í pokana.“
Umfjöllunina má nálgast í heild sinni í Morgunblaðinu í dag.