Í dag verður vestlæg átt, 5-13 m/s. Fremur bjart og hlýtt verður á Norðaustur- og Austurlandi, en skýjað og sums staðar smá væta í öðrum landshlutum.
Lægð nálgast landið úr suðvestri í kvöld. Snýst í suðaustlæga átt með rigningu um mest allt land.
Lægðin fer norðaustur yfir land á morgun með strekkings vindi og rigningu.
Úrkomulítið norðaustan til á landinu fram eftir degi og þar gæti hiti náð 16 til 17 gráðum.
Í kjölfar lægðarinnar snýst vindur í norðvestan- og vestanátt, það styttir smám saman upp sunnan heiða og kólnar heldur.