Leit frestað: Engar vísbendingar

Aðgerðarstjórn telur sig hafa leitað að fullu í Vík og …
Aðgerðarstjórn telur sig hafa leitað að fullu í Vík og í nánasta umhverfi við bæjarfélagið. Samsett mynd

Tekin hefur verið ákvörðun um að fresta leit að Illes Benedek Incze sem saknað hefur verið frá aðfaranótt sunnudags. Um áttatíu björgunarsveitar- og lögreglumenn hafa verið við leit í dag en hún hefur ekki borið árangur. 

Við teljum okkur vera búin að fullleita í Vík og í nágrenni Víkur. Það eru í sjálfu sér engar vísbendingar sem við höfum fengið. En það verða gengnar fjörur þarna næstu daga,“ segir Brynja Sverrisdóttir, aðal­varðstjóri hjá lög­regl­unni á Suður­landi.

„Því er í raun ekki hægt að segja að leitinni hafi verið hætt því henni er í raun frestað núna,“ bætir Brynja við. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka