Klæðing hefur fokið af hluta hringvegarins við Jökulsá á Fjöllum og á Biskupshálsi á Norðausturlandi.
Vegfarendur eru hvattir til að sýna aðgát, að því er Vegagerðin greinir frá.
Ófært er um Hellisheiði eystri.
Klæðing fauk einnig af hringveginum við Biskupsháls í byrjun mánaðarins.