Mikilvægt er að taka öryggismál í jarðgöngum á Íslandi föstum tökum.
Bæta þarf aðbúnað og öryggi þar sem á þarf að halda og huga að því að flýta framkvæmdum þar sem því verður við komið.
Þetta segir Bjarni Jónsson, formaður umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis.
Á fundi nefndarinnar í gærmorgun var rætt um öryggismál í kjölfar rútubrunans við Vestfjarðagöng í síðustu viku.
Litlu mátti muna að rútan brynni inni í göngunum sjálfum en ljóst þykir að illa hefði farið ef sú hefði orðið raunin.
Bjarni segir að einhugur hafi verið í nefndinni um að leggjast þurfi yfir þessi mál.
Lesa má meira um málið í Morgunblaðinu í dag.