„Ró­leg al­veg fram í miðjan nóv­em­ber“

Eldgosið við Sundhnúkagíga í síðasta mánuði.
Eldgosið við Sundhnúkagíga í síðasta mánuði. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Þetta er endurtekið efni. Við sjáum mjög svipað ferli og eftir síðasta gos,“ segir Benedikt Gunnar Ófeigsson, fagstjóra aflögunarmælinga á Veðurstofu Íslands, spurður út í stöðu mála við Sundhnúkagíga.

Kvika safnast upp á sama svæði og áður undir Svartsengi og landris hagar sér eins og fyrir síðustu tvö eldgos, segir Benedikt Gunnar. „Það er að lengjast á milli atburða, sem á eftir að búa til lengra tímabil óvissu,“ bætir hann við og bendir á að rúmmál kviku safnist sífellt meira upp á milli eldgosa. 

Benedikt Gunnar Ófeigsson.
Benedikt Gunnar Ófeigsson. mbl.is/Eyþór Árnason

Síðasta gosi lauk sjötta þessa mánaðar. Það stóð yfir í tvær vik­ur og var það þriðja lengsta af þeim sex sem hafa orðið á Sund­hnúkagígaröðinni frá því í des­em­ber 2023.

„Ég held að við getum verið róleg alveg fram í miðjan nóvember,“ segir Benedikt Gunnar en tekur fram að vitaskuld geti alltaf eitthvað gerst.

Spurður hversu landrisið sé mikið segir hann að beðið verði með að mæla það þangað til meira hefur safnast upp af kviku.

Eldgosinu við Stóra-Skógfell lauk fyrr í þessum mánuði.
Eldgosinu við Stóra-Skógfell lauk fyrr í þessum mánuði. mbl.is/Árni Sæberg
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka