Önnur vél og áhöfn kölluð út

Strax var farið í að skoða vélina og er ekki …
Strax var farið í að skoða vélina og er ekki búist við að hún verði lengi frá. mbl.is/Árni Sæberg

„Það kom upp bilun í vökvakerfi og samkvæmt verklagi var snúið við skömmu eftir flugtak,“ segir Guðni Sigurðsson, upplýsingafulltrúi Icelandair, um atvik fyrr í dag þar sem nefhjól vélar frá Icelandair fór ekki upp eftir flugtak.

Greint hefur verið frá að mikill viðbúnaður hafi verið á Keflavíkurflugvelli vegna atviksins en flugvélin var nýtekin á loft til Seattle þegar bilunin kom upp.

Upplýsingafulltrúinn segir í samtali við mbl.is að unnið hafi verið að því að fá aðra áhöfn til að sinna fluginu út á annarri vél.

„Það gæti nú verið að það sé búið að leysa út úr því. Ég býst við því.“

Aðspurður segir hann að farið hafi verið strax að skoða vélina og ekki sé búist við því að hún verði lengi í viðgerð.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert