Maðurinn sem leitað var að fannst látinn

Maðurinn, sem leitað hefur verið að í Vík í Mýrdal, frá því á mánudag, fannst látinn í gærkvöldi. Maðurinn hét Benedek Incze. 

„Rannsóknardeild lögreglunnar á Suðurlandi fer með rannsókn en ekki er talið að mannslátið hafi verið með saknæmum hætti,“ segir í tilkynningu frá lögreglunni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert