Maðurinn fannst látinn

Allir tiltækir viðbragðsaðilar voru kallaðir á vettvang vegna slyssins.
Allir tiltækir viðbragðsaðilar voru kallaðir á vettvang vegna slyssins. Ljósmynd/Gunnar Sigurgeirsson.

Maðurinn sem féll í Hlauptungufoss í Brúará fyrr í dag fannst látinn nú fyrir stundu. Um erlendan ferðamann var að ræða.

Þetta kemur fram á Facebook-síðu lögreglunnar á Suðurlandi.

Unnið er að rannsókn málsins og hyggst lögregla ekki gefa frekari upplýsingar að svo stöddu.

Allt tiltækt björgunarlið var kallað til vegna slyssins, þar á meðal viðbragðsaðilar og kafarar frá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu, sem fluttir voru á vettvang með þyrlu Landhelgisgæslunnar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert