Ökumaður bifreiðarinnar er látinn

Ökumaður bifreiðarinnar er látinn.
Ökumaður bifreiðarinnar er látinn. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Ökumaður bifreiðarinnar sem hafnaði utan vegar á Skaga fyrr í dag er látinn. Farþegi sem var með í bifreiðinni var fluttur með sjúkrabifreið á Sjúkrahúsið á Akureyri til frekari aðhlynningar.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á Norðurlandi vestra á Facebook. 

Alvarlegt umferðarslys varð á Skagavegi, norðan við Skagaströnd við Fossá á þriðja tímanum í dag. Bifreiðin lenti utan vegar og ofan í Fossá. 

Vegfarendur veittu aðstoð

Rannsóknarnefnd samgönguslysa kom á vettvang og er rannsókn slyssins á borði rannsóknardeildar lögreglustjórans á Norðurlandi vestra.

„Embættið vill koma á framfæri þökkum til vegfarenda sem veittu aðstoð á slysstað. Einnig viljum við þakka embætti lögreglustjórans á Norðurlandi eystra fyrir veitta aðstoð,“ segir í tilkynningunni. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert