Tilkynnt um alvarlegt umferðarslys

Lögreglan á Norðurlandi vestra segir að tilkynning hafi borist rúmlega kl. 14 í dag um alvarlegt umferðaslys við Fossá á Skaga.

Lögreglan segir enn fremur að viðbragðsaðilar séu að störfum á vettvangi og er tekið fram að  vegurinn sé lokaður.

Frekari upplýsingar verða veittar síðar að sögn lögreglu. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert