Lát hjóna í Neskaupstað: Geðrannsókn hefur farið fram

Frá Neskaupstað.
Frá Neskaupstað. mbl.is/Sigurður Bogi

Lögreglan á Austurlandi bíður enn eftir gögnum í sambandi við andlát hjóna á áttræðisaldri í heimahúsi í Neskaupstað í ágúst.

Gæsluvarðhald yfir manninum sem er grunaður um að hafa orðið hjónunum að bana rennur út á föstudaginn og segir Kristján Ólafur Guðnason, yfirlögregluþjónn á Austurlandi, við mbl.is að tekin verði ákvörðun hvort farið verði fram á áframhaldandi gæsluvarðhald yfir honum síðar í vikunni.

Geðrannsókn á þeim grunaða hefur farið fram og þá hefur lögreglan fengið bráðabirgðaniðurstöðu úr krufningu á hjónunum. Kristján segir ekki tímabært að greina frá niðurstöðu þessara mála.

Kristján segir að beðið sé eftir gögnum úr vettvangsrannsókn sem unnin var af tæknideild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og gögnum úr DNA-sýnum sem send voru úr landi til rannsóknar. Hann segir að það taki sinn tíma að fá niðurstöðu úr gagnaöfluninni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert