„Þetta var tveggja bíla árekstur og meiðsli sem betur fer minni háttar,“ segir aðalvarðstjóri lögreglunnar á Suðurlandi í samtali við mbl.is um árekstur sem varð á Hvammsvegi við Ingólfsfjall nú undir kvöld.
Voru hlutaðeigandi fluttir á slysadeild til skoðunar en lögregla gat ekki greint frá því að svo búnu hve mikið tjón hefði orðið á bifreiðunum.