Jafnlaunavottun verri en gagnslaus

Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar segir jafnlaunavottun ekki aðeins hafa verið gagnslausa fyrir verka- og láglaunakonur, heldur hafi hún veikt möguleika þeirra á að ná árangri í kjarabaráttu sinni.

Þetta kemur fram í þætti dagsins í Dagmálum.

„Þarna er búið að stofnanavæða og ríkisvæða eitthvert tól sem hljómar vel og lítur mögulega mjög vel út á blaði, en gerir ekkert til þess að lyfta þessum hópi upp,“ segir hún.

Útbúa þurfi markvissar leiðir sem snúist um að lyfta upp kjörum þessara hópa með sérstökum aðgerðum. Vandinn sé ekki innan einstaka stofnana eða fyrirtækja.

„Leiðréttur launamunur á Íslandi er á okkar tímum ekki mikill en þegar þú skoðar mun á launakjörum verka- og láglaunakvenna og háttsettra karla, þá er hann gríðarlega mikill. Líka ef þú skoðar mun á launakjörum verka- og láglaunakvenna, ASÍ-kvenna og BHM-kvenna, þá er hann líka gríðarlega mikill, mörg hundruð þúsund krónur á mánuði.

Þannig að ef við raunverulega meinum það að við viljum að konur búi við fjárhagslegt sjálfstæði, geti séð fyrir sér og sínum, þá þurfum við að beina sjónum okkar að þeim hópum sem sannarlega hafa það verst, lyfta þeim upp með sérstökum aðgerðum og fyrirbæri eins og jafnlaunavottun gerir ekkert til þess að leysa vanda þessara kvenna, ekki neitt,“ segir Sólveig Anna.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert