Jón hreinsaður af sökum

Jón fékk fyrr á ár­inu samþykkta kröfu sína um að …
Jón fékk fyrr á ár­inu samþykkta kröfu sína um að rann­sókn yrði gerð. mbl.is/Sigurður Bogi

Ekki er annað að sjá en að greiðslur til Jóns Jónssonar, svo og þeirra fyrirtækja og stofnana sem eru eða voru í hans eigu eða sem hann tengdist með stjórnarsetu, á þeim tíma sem hann sat í sveitarstjórn Strandabyggðar, hafi verið í samræmi við samninga og samþykktir sveitarstjórnar.

Einnig er ekki annað að sjá en Jón hafi gætt þess sem fulltrúi í sveitarstjórn að víkja sæti þegar samningar við fyrirtækin Strandagaldur ses. og Sauðfjársetur ses. voru til umfjöllunar.

Þetta er niðurstaða úttektar endurskoðunarstofunnar KPMG.

Sakaður um fjárdrátt

Jón fékk fyrr á ár­inu samþykkta kröfu sína um að rann­sókn yrði gerð á þung­um sök­um sem á hann voru born­ar af starfs­mönn­um sveit­ar­fé­lags­ins. Var hann meðal ann­ars sakaður um fjár­drátt.

Jón, sem er þjóðfræðing­ur og ferðaþjón­ustu­bóndi á Kirkju­bóli á Hólma­vík, sagði í sum­ar að lyk­ilstarf­smenn sveit­ar­fé­lag­ins hefðu sakað sig um sjálf­töku á fjár­mun­um úr sveit­ar­sjóði að upp­hæð 61.423.961 kr. þegar hann sat í hrepps­nefnd á síðasta kjör­tíma­bili sveit­ar­fé­lags­ins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert