Útför Benedikts Sveinssonar

Kistuna báru synir Benedikts og barnabörn.
Kistuna báru synir Benedikts og barnabörn. mbl.is/Árni Sæberg

Útför Benedikts Sveinssonar, lögmanns og athafnamanns í Garðabæ, var gerð frá Vídalínskirkju í Garðabæ í gær. Sr. Sveinn Valgeirsson jarðsöng. Benedikt lést 17. september sl., 86 ára að aldri.

Benedikt stundaði lögmennsku ásamt skipasölu um árabil, naut mikils trausts í viðskiptalífi og var einn helsti forystumaður í íslensku athafnalífi um áratugaskeið. Hann sat í stjórn ótal fyrirtækja, iðulega sem stjórnarformaður.

mbl.is/Karítas

Kistuna báru synir Benedikts og barnabörn, frá vinstri: Benedikt Bjarnason, Bjarni Benediktsson, Kristín Jónsdóttir, Benedikt Jónsson, Þorsteinn Jónsson, Margrét Bjarnadóttir, Jón Benediktsson og Sveinn Benediktsson, en á eftir kistunni gengur fremst Guðríður Jónsdóttir, ekkja Benedikts.

mbl.is/Karítas
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert