„Við erum orðin óþreyjufull“

Sólveig Anna Jónsdóttir kveðst óþreyjufull en fundi er frestað til …
Sólveig Anna Jónsdóttir kveðst óþreyjufull en fundi er frestað til morguns. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Fundi samninganefndar Eflingar og Samtaka fyrirtækja í velferðarþjónustu var rétt í þessu frestað til morguns og kveðst Sólveig Anna Jónsdóttir Eflingarformaður samningsaðila hafa fallist á þá tillögu ríkissáttasemjara að fresta fundi þar til í fyrramálið.

„Við erum orðin óþreyjufull,“ segir formaðurinn, „en við sjáum til hvað gerist á morgun.“ Hófst fundurinn klukkan tíu í morgun en í dag greindi mbl.is frá því að samninganefnd Eflingar hefði þegar í gær hugsað sér að slíta viðræðum og hefja undirbúning verkfallsaðgerða gengi hvorki né ræki á fundinum þá, sem svo var frestað til dagsins í dag. Enn hefur viðræðum ekki verið slitið.

Meðal þess sem fylkingarnar þurfa að ná saman um er hvernig ráða megi bót á mönnunarvanda hjúkrunarheimila.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert