Fjölnir felldi formann stærsta félagsins

Sonja Ýr, formaður BSRB, Fjölnir Sæmundsson, nýkjörinn 1. varaformaður BSRB, …
Sonja Ýr, formaður BSRB, Fjölnir Sæmundsson, nýkjörinn 1. varaformaður BSRB, og Þórarinn Eyfjörð, fráfarandi 1. varaformaður BSRB. Samsett mynd/mbl.is/Eggert/Sigurður/Kristinn

Sonja Ýr Þor­bergs­dótt­ir, formaður BSRB, hefur verið endurkjörin formaður BSRB. Fjöln­ir Sæ­munds­son, formaður Lands­sam­bands lög­reglu­manna, felldi Þórarinn Eyfjörð, sitj­andi 1. vara­for­mann BSRB og formann Sameykis.

Þetta staðfestir Magnús Már Guðmundsson, framkvæmdastjóri BSRB, í samtali við mbl.is. 

Sonja var ein í framboði og fékk um 80% atkvæða en helsti slagurinn var um embætti 1. varaformanns.

Fjölnir fékk um 67% atkvæða

Fjölnir fékk um 67% atkvæða í það embætti og felldi því Þórarinn sem sóttist eftir endurkjöri. Sam­eyki er stærsta fé­lagið inn­an vé­banda BSRB.

Magnús segir að alls hafi félögin getað úthlutað 220 þingsætum og voru 201 sem skráðu sig. Þátttaka á þinginu var því rúmlega 91%. Þátttaka í kosningunum var rúmlega 86%.

Sam­kvæmt heim­ild­um mbl.is þá var tals­verður hiti í mann­skapn­um á fund­in­um. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka