Slagsmál fyrir utan skemmtistað

Lögreglan að störfum.
Lögreglan að störfum. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Tilkynnt var um slagsmál fyrir utan skemmtistað í Breiðholti. Stillt var til friðar og voru upplýsingar teknar hjá fólkinu.

Enginn var vistaður í fangaklefa vegna málsins.

Framdi rán

Einstaklingur var handtekinn og vistaður í fangaklefa eftir að hafa framið rán í verslun í Breiðholti.

mbl.is/Hari

Með fíkniefni í bíl

Karlmaður var handtekinn í hverfi 105 í Reykjavík eftir að hafa farið inn í bifreið. Hann var einnig með fíkniefni í fórum sér þegar hann var handtekinn. Manninum var sleppt að lokinni skýrslutöku, að því er segir í dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu vegna verkefna frá klukkan 17 í gær til klukkan 5 í morgun.

Sviptur ökuréttindum

Ökumaður var sviptur ökuréttindum eftir að hafa verið tekinn fyrir of hraðan akstur. Hann ók á 108 km hraða þar sem hámarkshraði er 50 km/klst.

Þá var einn handtekinn og vistaður í fangaklefa vegna gruns um sölu og dreifingu fíkniefna.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka