Vilhjálmur Hjálmarsson kjörinn varaformaður ÖBÍ

Almu Ýr Ingólfsdóttir formaður ÖBÍ og Vilhjálmur Hjálmarsson, nýkjörinn varaformaður.
Almu Ýr Ingólfsdóttir formaður ÖBÍ og Vilhjálmur Hjálmarsson, nýkjörinn varaformaður. Ljósmynd/Aðsend

Vilhjálmur Hjálmarsson, formaður ADHD-samtakanna, var kjörinn varaformaður ÖBÍ-réttindasamtaka á aðalfundi samtakanna í dag, að því er fram kemur í tilkynningu.

Vilhjálmur hlaut 86,55% greiddra atkvæða. Hann tekur við af Bergþóri Heimi Þórðarsyni.

Í stjórn ÖBÍ voru kjörin þau Sigþór Unnsteinn Hallfreðsson, Eiður Welding, Guðrún Barbara Tryggvadóttir, Svavar Kjarrval, Elín Ýr Arnar Hafdísardóttir, Dóra Ingvadóttir og Ingibjörg Snjólaug Snorra Hagalín.

Geirdís Hanna Kristjánsdóttir var kjörin formaður kjarahóps og Telma Sigtryggsdóttir formaður heilbrigðishóps.

Fatlað fólk búi við lökust kjör

ÖBÍ skoraði á stjórnvöld að standa við lögbundnar skyldur sínar gagnvart fötluðu fólki í ályktun fundarins og að tryggja fötluðu fólki mannsæmandi líf og jöfn tækifæri, að því er segir í tilkynningunni.

„Fatlað fólk á Íslandi býr við hvað lökust kjör á landinu, óviðunandi aðgengi að menntun, atvinnu, íþrótta- og tómstundastarfi, húsnæði og heilbrigðisþjónustu. Það er því brýnt að ríki og sveitarfélög fari að lögum og alþjóðlegum skuldbindingum,“ segir meðal annars í ályktuninni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka