Vonast til að sigra konurnar auðveldlega

Jón Gnarr sækist eftir leiðtogasæti Viðreisnar í Reykjavík fyrir næstu þingkosningar. Í kjördæmunum tveimur sem þar koma til greina sitja nú tveir þingmenn, þær Þorbjörg Gunnlaugsdóttir og Hanna Katrín Friðriksson.

Jón hyggst etja kappi við þær í prófkjöri og hann vonast til þess að sigra þær nokkuð auðveldlega. Þetta upplýsir hann í nýjasta þætti Spursmála.

Orðaskiptin um komandi átök innan Viðreisnar má sjá og heyra í spilaranum hér að ofan. Þau eru einnig rakin í textanum hér að neðan.

Vill fyrsta sætið

Þú ert kominn inn í Viðreisn, þú ætlar að komast inn á þing. Í hvaða kjördæmi ætlar þú fram.

„Í Reykjavík og ég sækist eftir fyrsta sæti.“

Reykjavík norður eða suður?

„Það er mitt að velja. Það er ekki aðgreint í prófkjörinu. Þau sem fá besta kosningu geta valið sér kjördæmið og ég er Reykvíkingur. Ég hef alltaf búið í Reykjavík.“

Nú er fólk sem vermir þessi sæti eftir síðustu kosningar. Þú ert þá væntanlega að fara að taka slag við þessa nýju félaga þina, Þorbjörgu Gunnlaugsdóttur og...

„Já, einmitt. Það er svolítið name of the game. Og það tók mig langan tíma að átta mig á því, af því að ég kom náttúrulega inn fyrir slysni í pólitík...“

Forystumenn Viðreisnar í Reykjavík fá nú samkeppni úr óvæntri átt.
Forystumenn Viðreisnar í Reykjavík fá nú samkeppni úr óvæntri átt. Samsett mynd

Fljótfærni og hugsunarleysi

Misskilning?

„Fyrir ákveðinn misskilning. Þetta var misskilningur. Nei ekki misskilning. Þetta var ákveðin fljótfærni og hugsunarleysi. Blöndu af fljótfærni og hugsunarleysi. En það hefur líka gilt um svo margt annað í mínu lífi. En ég reyni svo bara að taka ábyrgð á því sem ég geri og pólitík er líka ákveðið skuespil. Það er ákveðið, þetta er ákveðin tegund af leiklist og ég áttaði mig á því þegar ég byrjaði í pólitík að þetta er ákveðin leiklist. Og maður á sem pólitíkus, eða ætti ekki að taka hluti persónulega. Það tók mig langan tíma að átta mig á þessu.“

Verða þetta prófkjör.

„Já, það verða prófkjör.“

Þannig að þetta verður blóðugur slagur?

„Það er ekki víst.“

Jón Gnarr tilkynnti Þorgerði Katrínu að hann hefði gengið í …
Jón Gnarr tilkynnti Þorgerði Katrínu að hann hefði gengið í Viðreisn. mbl.is/María Matthíasdóttir

Klíka sem stýrði öllu

Heldur þú að þú vinnir þetta auðveldlega?

„Ég vonast til þess já. Og ég vil reyna að komast út úr þessu, gegnum þetta án þess að valda einhverjum sárindum eða stíga á einhverjar tær. Mér finnst allt i lagi að pikka í fólk og kitla það en mér finnst annað að hrinda fólki. Ég geri stóran mun þarna á. Mér finnst þetta bara spennandi. Ég hef aldrei tekið þátt í svona. Ég var einu sinni með svona pólitískan flokk. Þá réði ég bara öllu, eða svona ég og svona klíka í kringum mig.“

En ræður þú ekki öllu í þessum flokki núna? Hringdir þú bara í Þorgerði og sagðir, heyrðu nú ætla ég að koma hér. Takk fyrir og góða nótt?

„Já, það var eiginlega þannig. Eftir að hafa verið búinn að velta þessu fyrir mér fram og aftur. Tók svona kosningapróf sem heitir Ég kýs punktur is. Þar kom ég út sem afgerandi kjósandi Viðreisnar. Og það varð til þess að ég fór að skoða málefnaskrána og stefnuna og ég get tekið undir þetta flest. Þarna eru mál sem mér finnst vera brýn. Þau eru með umhverfis- og loftslagsmál til dæmis sem mér finnst mjög brýn.“

Kaþólskar áherslur

Tók hún þér vel?

„Já, við þekkjumst frá fornu fari. Við erum náttúrulega bæði kaþólikkar þannig að þarna er svona svolítið kaþólskar áherslur.“

Þið eruð fólk hinna stóru kerfa, kaþólska kirkjan og Evrópusambandið?

„Já. Einmitt. Og Vatíkanið. Og hvaða gjaldmiðil er Vatíkanið með? Evru. Og Frans páfi segir að þetta sé búið að vera allt annað líf eftir að þeir tóku upp evru.“

 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka