Fréttir af hvarfi stórlega ýktar

Farsími fyrir miðri mynd setur stærð íssins í samhengi.
Farsími fyrir miðri mynd setur stærð íssins í samhengi. mbl.is/Baldur

Nær fullvíst er að ísinn gegnt Gunnlaugsskarði á Esjunni lifi af sumarið. Fara þarf krókaleið til að komast að ísnum.

Sagt var frá því í Morgunblaðinu fyrir hálfum mánuði að snjórinn í skarðinu hefði bráðnað en að enn væri snjóskafl í gili vestan við skarðið.

Vegna góðs tíðarfars undanfarið ákvað blaðamaður að kanna hvort skaflinn hefði horfið.

Sjá mátti glitta í snjó

Lagt var af stað að Gunnlaugsskarði um fjögurleytið á laugardag. Rætt var við göngumann á uppleiðinni sem taldi að enginn snjór væri eftir í giljunum. Það reyndist ekki rétt því sjá mátti glitta í ísinn í gilinu sem hafði þó bráðnað mikið á hálfum mánuði. Nánari skoðun kallaði þó á betri útbúnað enda gilið úr alfaraleið.

Var því lagt í annan leiðangur á sunnudag til að kanna málið betur.

Lesa má meira um málið í Morgunblaðinu í dag. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert