Varar við snjókomu og hálku á fimmtudag

Hitaspá Veðurstofu fyrir fimmtudagsmorgun kl. 9.
Hitaspá Veðurstofu fyrir fimmtudagsmorgun kl. 9. Kort/Veðurstofa Íslands

Snjóað gæti um vestanvert landið, þar með talið á höfuðborgarsvæðinu, á fimmtudagsmorgun.

Við þessu varar Vegagerðin í tilkynningu þar sem bent er á að ekki síst gæti snjóað í austurhverfunum sem standa hærra.

Hálka muni fylgja þessu og ekki síður á gangstéttum og útivistarstígum.

Norðan- og norðaustanlands mun einnig gera snjóföl á láglendi, en ekki fyrr en síðdegis á fimmtudag.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka