Vill upplýsingar um kostnaðinn

Skýrslan leiddi í ljós að veður er ágætt á þessum …
Skýrslan leiddi í ljós að veður er ágætt á þessum slóðum. mbl.is/Sigurður Bogi

„Mér finnst þessi kostnaður furðu mikill og ég er hugsi yfir honum,“ segir Njáll Trausti Friðbertsson, formaður fjárlaganefndar Alþingis og nefndarmaður í umhverfis- og samgöngunefnd, í samtali við Morgunblaðið, en hann vísar hér til kostnaðar við gerð skýrslu um Hvassahraunsflugvöll sem kynnt var nýlega.

Þar var og boðað að málið þyrfti að kanna frekar.

170 milljónir króna

Kostnaðurinn við skýrsluna nam 170 milljónum króna og gæti meiri kostnaður bæst við, verði af því að kostir þess að flugvöllur verði í Hvassahrauni verði skoðaðir betur.

Sigurður Ingi Jóhannsson fjármálaráðherra lýsti því yfir í síðustu viku að hann myndi ekki setja fjármuni í byggingu nýs flugvallar í Hvassahrauni, ekki hvað síst vegna eldsumbrotanna sem geisað hafa á Reykjanesskaga undanfarin misseri.

„Það er talað um að gera þurfi aðra skýrslu í framhaldinu, en 170 milljónir eru miklir peningar og það er mikilvægt að fá upplýsingar um hvernig þessi kostnaður er til kominn,“ segir Njáll Trausti, en í nefndinni, sem skipuð var af innviðaráðherra og vann skýrsluna, sátu sex manns.

Sótti nefndin sér einnig sérfræðiráðgjöf.

Nánar er fjallað um málið í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka