Vegagerðin hefur samið við Mýflug um áætlunarflug milli Vestmannaeyja og Reykjavíkur í desember til febrúar.
Vegagerðin bauð út flugleiðina í júní á þessu ári og barst eitt tilboð í verkið, frá Mýflugi ehf.
Tilboðið hljóðaði upp á 108 milljónir króna á þriggja ára tímabili.
Um er að ræða flug yfir vetrarmánuðina og flogið verður fjórar ferðir í viku á milli Eyja og Reykjavíkur.
Flugleiðin er styrkt sérstaklega af ríkinu til að tryggja tímabundna lágmarksþjónustu á þessari leið á meðan markaðslegar forsendur eru ekki til staðar, enda er flugið mikilvægt fyrir íbúa og atvinnulíf á svæðinu að því er segir í tilkynningu frá Vegagerðinni.
Samningurinn tekur gildi 1. desember.