Þessi fóru með Höllu til Danmerkur

Meðal þeirra sem voru með í för voru forstjórar Carbfix, …
Meðal þeirra sem voru með í för voru forstjórar Carbfix, 66° Norður, Icelandair og framkvæmdastjóri SFS. Samsett mynd

Þrettán manns voru í opinberri sendinefnd forsetahjónanna til Danmerkur. Auk þeirra voru 70 með í för þar á meðal forstjórar 66° Norður, Icelandair og Carbfix. Þá var sölustjóri Collab einnig með í ferðinni.

Opinbera sendinefndin eru þau sem hirðin tekur á móti og býður gistingu sem fylgdarliði forseta. Utanríkisráðherra, ráðuneytisstjóri UTN og sendiherra Íslands í Danmörku höfðu maka sína meðferðis en þau töldust þó ekki til sendinefndarinnar og fylgdu forseta ekki á hennar fundi.

Viðskiptasendinefnd

Auk þeirra var viðskiptasendinefnd Íslandsstofu en hún er alfarið á þeirra vegum og ferðast á eigin ábyrgð og kostnað og er með eigin dagskrá.

Forseti og Danakonungur tóku þó þátt í þeirri dagskrá að hluta og ávörpuðu m.a. Dansk-íslenska viðskiptaþingið og tóku þátt í hringborðsumræðum.

Íslenska fjölmiðlasendinefndin taldi fimm manns frá þremur miðlum og tveir í fylgdarliði sendinefndarinnar.

Meðal þeirra sem eru á vegum viðskiptanefndar Íslandsstofu eru Nótt Thorberg, forstöðumaður Grænvangs, Andri Þór Guðmundsson, forstjóri Ölgerðarinnar, Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, Björk Kristjánsdóttir, fjármálastjóri CRI, Björn Brynjúlfur Björnsson, framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs, Edda Sif Pind Aradóttir, framkvæmdastýra Carbfix, Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins, Björn Brynjúlfsson, forstjóri Borealis Data Center, Sæmundur Sæmundsson, forstjóri Eflu, Katrín Olga Jóhannesdóttir, forstjóri Elma power og Sveinn Sölvason, forstjóri Össurar.

Mikill fjöldi framafólks í viðskiptalífinu fylgdi forsetanum til Danmerkur.
Mikill fjöldi framafólks í viðskiptalífinu fylgdi forsetanum til Danmerkur. Samsett mynd

Listann má finna í heild sinni hér fyrir neðan: 

Opinbera sendinefndin

  • Halla Tómasdóttir, forseti Íslands.
  • Björn Skúlason, forsetamaki.
  • Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra og Hjalti Sigvaldason Mogensen, maki ráðherrans.
  • Pétur Ásgeirsson, sendiherra Íslands og maki hans Jóhanna Gunnarsdóttir.
  • Sif Gunnarsdóttir, forsetaritari skrifstofu forseta Íslands.
  • Martin Eyjólfsson, ráðuneytisstjóri utanríkisráðuneytis og Eva Þengilsdóttir, maki hans.
  • Dr. Árni Sigurjónsson, skrifstofustjóri skrifstofu forseta Íslands.
  • Una Sighvatsdóttir, sérstakur ráðgjafi skrifstofu forseta Íslands.
  • Inga Hrefna Sveinbjarnardóttir, aðstoðarmaður utanríkisráðherra.
  • Stefanía K. Bjarnadóttir, staðgengill sendiherra og menningar- og viðskiptafulltrúi sendiráðs Íslands í Kaupmannahöfn.
  • Pétur Óskarsson, forstjóri Íslandsstofu.
  • Dr. Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins og stjórnarformaður Kviku.
  • Dr. Ragnhildur Helgadóttir, rektor Háskólans í Reykjavík.
  • Andri Þór Guðmundsson, formaður Viðskiptaráðs og forstjóri Ölgerðarinnar. 
  • Kristín Linda Árnadóttir, aðstoðarforstjóri Landsvirkjunar. 

Í fylgd sendinefndarinnar: 

  • Helga Einarsdóttir, aðstoðarkona forseta.
  • Sveinn Ægir Árnason frá embætti ríkislögreglustjóra.

Viðskiptasendinefnd Íslandsstofu

  • Helgi Rúnar Óskarsson, forstjóri 66° Norður.
  • Linda Fanney Valgeirsdóttir, forstjóri Alor. 
  • Rakel Eva Sævarsdóttir, sjálfbærnisérfræðingur Alor.
  • Valgeir Þorvaldsson, varaforstjóri og stofnandi Alor.
  • Kristinn Aspelund, forstjóri Ankeri.
  • Eyjólfur Magnús Kristinsson, forstjóri AtNorth.
  • Björn Brynjúlfsson, forstjóri Borealis.
  • Guðmundur Kristjánsson, forstjóri Brims.
  • Hildur Árnadóttir, stjórnarformaður Íslandsstofu.
  • Pétur Óskarsson, framkvæmdastjóri Íslandsstofu.
  • Sigríður Dögg Guðmundsdóttir, forstöðumaður Útflutnings- og fjárfestingasviðs Íslandsstofu.
  • Edda Sif Aradóttir, forstjóri Carbfix.
  • Nana Bule, stjórnarmaður Carbfix.
  • Björk Kristjánsdóttir, fjármálastjóri Carbon Recycling International.
  • Michael Ertmann, framkvæmdastjóri þróunarmála hjá Carbon Recycling International.
  • Erna Hrund Hermannsdóttir, sölustjóri Collab á Norðurlöndum.
  • Páll Erland, stjórnarmaður Samtaka atvinnulífsins og forstjóri HS veitna.
  • Örn Guðmundsson, framkvæmdastjóri COWI á Íslandi.
  • Hekla Arnardóttir, framkvæmdastjóri og einn stofnenda Crowberry Capital.
  • Stella Stefánsdóttir, framkvæmdastjóri Dansk-íslenska viðskiptaráðsins. 
  • Peter Mollerup, nefndarmaður Dansk-íslenska viðskiptaráðsins.
  • Þorvaldur Flemming Jensen, nefndarmaður Dansk-íslenska viðskiptaráðsins.
  • Birta Kristín Helgadóttir, sviðsstjóri Orku hjá EFLU.
  • Sæmundur Sæmundsson, framkvæmdastjóri EFLU. 
  • Björn Einarsson, framkvæmdastjóri sölu- og viðskiptastýringar hjá Eimskip.
  • Thomas Breth Clausen, framkvæmdastjóri Eimskipa í Danmörku.
  • Katrín Olga Jóhannesdóttir, framkvæmdastjóri Elmu orkuviðskipta.
  • Þorvarður Sveinsson, framkvæmdastjóri Farice.
  • Sigríður Mogensen, sviðsstjóri iðnaðar- og hugverkasviðs Samtaka iðnaðarins.
  • Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi. 
  • Jóna Árný Þórðardóttir, bæjarstjóri Fjarðabyggðar.
  • Fanney Kr. Hermannsdóttir, framkvæmdastjóri FnF fjárfestingarfélags.
  • Sigrún Lilja Guðbjartsdóttir, stjórnarmaður hjá Gjögur.
  • Ingi Jóhann Guðmundsson, framkvæmdastjóri Gjögurs.
  • Nótt Thorberg, forstöðumaður Grænvangs.
  • Hans Orri Kristjánsson, verkefnastjóri Grænvangs.
  • Björk Þórarinsdóttir, framkvæmdastjóri fjármála- og upplýsingatæknisviðs HS Orku. 
  • Sveinn Hannesson, forstjóri Jarðborana.
  • Árni Magnússon, forstjóri ÍSOR.
  • Rósbjörg Jónsdóttir, framkvæmdastjóri Orkuklasans.
  • Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair.
  • Bjarni Birkir Harðarson, sölustjóri Icelandair í Evrópu. 
  • Phedra Maren Thompson, sölustjóri Icelandair í Danmörku. 
  • Björn Brynjúlfur Björnsson, framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs.
  • Ólafur Torfason, forstjóri International carbon registry.
  • Guðmundur Fertram Sigurjónsson, forstjóri og stofnandi Kerecis.
  • Íris Karlsdóttir, forstöðumaður samstarfs hjá Klöppum.
  • Jón Ágúst Þorsteinsson, forstjóri og stofnandi Klappa.
  • Lilja B. Einarsdóttir, bankastjóri Landsbankans.
  • Guðmundur I. Ásmundsson, forstjóri Landsnets.
  • Ríkarður Ríkarðsson, framkvæmdastjóri Viðskiptaþróunar- og nýsköpunarsviðs hjá Landsvirkjun.
  • Hallgrímur Björnsson, stjórnarformaður Dansk-íslenska viðskiptaráðsins og fjármálastjóri Lauf.
  • Magnús Bjarnason, framkvæmdastjóri hjá ráðgjafafyrirtækinu Mar.
  • Árni Sigurðsson, forstjóri Marel.
  • Sverrir Sverrison, stjórnarformaður Pure Arctic.
  • Ingunn Agnes Kro, formaður stórnar Rarik.
  • Sævar Freyr Þráinsson, forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur. 
  • Hera Grímsdóttir, framkvæmdastýra Rannsókna og nýsköpunar hjá Orkuveitu Reykjavíkur. 
  • Gunnar Egill Sigurðsson, forstjóri Samkaupa. 
  • Íris Baldursdóttir, framkvæmdastjóri og annar stofnandi Snerpu Power.
  • Ragnar Sær Ragnarsson, stjórnandi hjá THG Arcitects / Thor - fasteignafyrirtæki.
  • Sólrún Kristjánsdóttir, framkvæmdastýra Veitna.
  • Egill Viðarsson, framkvæmdastjóri Verkís.
  • Helgi Helgason, framkvæmdastjóri Verne Global hf.
  • Sveinn Sölvason, forstjóri Emblu Medical (Össur hf.)

Fjölmiðlasendinefnd

  • Agnar Már Másson blaðamaður, fyrir hönd Morgunblaðsins.
  • Elín Margrét Böðvarsdóttir og Rafn Ágúst Ragnarsson fréttamenn, fyrir hönd Stöðvar 2.
  • Hallgrímur Indriðason fréttamaður auk Guðmundar Berkvist myndatökumanns, fyrir hönd Ríkisútvarpsins.

Uppfært: Fjórir einstaklingar sem höfðu verið skráðir með í viðskiptasendinefndinni og birtust á upphaflegum lista sem fékkst frá forsetaembættinu duttu út fyrir ferðina. Listinn hefur verið uppfærður samkvæmt því.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert