Gluggagægir vistaður í fangageymslu

Þrjár tilkynningar bárust lögreglunni um þjófnað.
Þrjár tilkynningar bárust lögreglunni um þjófnað. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu bárust þrjár tilkynningar um þjófnað í verslunum í dag.

Þetta kemur fram í dagbók lögreglunnar í dag.

Þá barst tilkynning um mann sem kíkti inn um glugga. Þegar lögregla hafði afskipti af honum vildi hann ekki gefa upp nafn sitt og var hann vistaður í fangageymslu.

Auk þess var tilkynnt um innbrot í bifreið og íbúðarhúsnæði.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka