Lögregla sinnti skipulögðu eftirliti með veitingahúsum víða um höfuðborgina. Í ljós kom að ýmislegt var ábótavant og eru nokkur veitingahús sem mega eiga von á kæru.
Þetta kemur fram í dagbók lögreglu þar sem greint er frá verkefnum lögreglu frá klukkan 17 í gær til 05 í morgun.
Í miðbænum var lögreglu tilkynnt um líkamsásrás. Málið er til rannsóknar. Einnig var tilkynnt um slys á skemmtistað í miðborginni, en það reyndist vera minniháttar.
Þá óskaði leigubílstjóri eftir aðstoð lögreglu vegna farþega sem hótaði honum og neitaði að greiða fyrir þjónustuna. Farþeginn var handtekinn og færður á lögreglustöð. Að lokinni skýrslutöku var hann látinn laus.
Í hverfi 108 var tilkynnt um yfirstaðið innbrot á veitingastað. Málið er í rannsókn.
Í Breiðholti var tilkynnt um mann að áreita fólk við verslun. Lögregla ræddi við manninn sem að lokum gekk sína leið.
Þá var ökumaður stöðvaður í akstri í Kópavogi. Hann reyndist vera í annarlegu ástandi og var handtekinn grunaður um akstur undir áhrifum áfengis og ávana- og fíkniefna. Í dagbókinni segir að hann hafi streist verulega á móti við handtöku og var vistaður í fangaklefa.
Í hverfi 113 var tilkynnt um hóp manna í átökum. Lögregla kom á vettvang en málið reyndist vera minniháttar. Allir gengu sína leið eftir samtal við lögreglu.