„Búið að setja allar vélar í gang“

Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknar, fyrir utan Staðastað við Sóleyjargötu.
Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknar, fyrir utan Staðastað við Sóleyjargötu. mbl.is/Arnþór

„Þingmennirnir eru bara klárir í slaginn. Við erum Framsóknarflokkur. Við erum klár með allt verklag þannig það er búið að setja allar vélar í gang og við erum tilbúin í kosningar,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins.

Sigurður ræddi stuttlega við blaðamenn áður en hann hélt á fund forseta.

Segir hann formenn stjórnarflokkanna ekki hafa hist síðan ákvörðun var tekin um ríkisstjórnarslit en þeir hafi aftur á móti rætt saman í síma.

Spurður hvort hann telji að stjórnarflokkarnir þrír geti starfað saman fram að kosningum segir Sigurður að hann muni byrja á því að upplýsa forsetann, Höllu Tómasdóttur, um hvað flokknum finnst áður en hann upplýsi blaðamenn.

Treystir sér til þess að starfa áfram með flokkunum

„Sjáum hvað setur, forsetinn er að safna upplýsingum með því að tala við formenn allra stjórnmálaflokka,“ svarar Sigurður er hann er spurður hvort aðrir kostir komi til greina.

Hann segist þó treysta sér í að vinna áfram með Sjálfstæðisflokknum og Vinstri grænum fram að kosningum.

„Já, fyrir tveim dögum þá treysti ég mér til þess að klára kjörtímabilið með þessum flokkum þannig að ég hef ekkert skipt um skoðun.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka