Fer Íris fram – og þá fyrir hvaða flokk?

Mun bæjarstjórinn í Vestmannaeyjum söðla um og taka sér stöðu á landsmálasviðinu? Það liggur ekki fyrir, né heldur fyrir hvaða flokk það yrði, kæmi sú staða upp. 

Gegndi trúnaðarstörfum fyrir Sjálfstæðisflokk

Þetta kemur fram í samtali við Írisi Róbertsdóttur í Spursmálum. Hún stofnaði ásamt fleirum til framboðs til sveitarstjórnar í Eyjum árið 2018 undir merkjum H-lista. Var henni við það vísað úr Sjálfstæðisflokknum. Hún hafði áður gegnt trúnaðarstörfum fyrir flokkinn og meðal annars setið sem varaþingmaður fyrir hann á árunum 2009-2013.

Það kemur Írisi raunar á óvart að Sjálfstæðisflokkurinn sé alla jafna ekki nefndur sem mögulegur vettvangur fyrir hana, komi til þess að hún færi sig yfir í landsmálin.

Allt um þetta í Spursmálum en viðtalið við Írisi má sjá og heyra í heild sinni hér að neðan. Hún er gestur þáttarins ásamt Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur, ráðherra og Bergþóri Ólasyni, þingflokksformanni Miðflokksins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert