Ráðherrar VG mæta á fundinn

Svandís Svavarsdóttir fyrir utan ríkisstjórnarbústaðinn í október.
Svandís Svavarsdóttir fyrir utan ríkisstjórnarbústaðinn í október. mbl.is/Kristinn Magnússon

Ráðherrar VG mæta á ríkisstjórnarfund á eftir, þrátt fyrir að hafa hafnað þátttöku í starfstjórn.

Sunna Valgerðardóttir, starfsmaður þingflokks VG, staðfestir þetta í samtali við mbl.is.

Rík­is­stjórn­ar­fund­ur verður hald­inn klukk­an 16. Allir ráðherrar fengu fund­ar­boð, m.a. ráðherrar úr röðum VG, að sögn forsætisráðuneytisins.

Svandís úti­lok­ar þátt­töku VG í starfs­stjórn

Halla Tóm­as­dótt­ir, for­seti Íslands, varð í gær við lausn­ar­beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar forsætisráðherra og skipaði í kjöl­farið starfs­stjórn.

Svandís Svavars­dótt­ir, formaður VG, lýsti því hins veg­ar yfir í gær að þing­flokk­ur VG myndi ekki taka þátt í starfs­stjórn­inni og ráðherr­ar flokks­ins yrðu frá og með deg­in­um í dag al­menn­ir þing­menn.

Ólaf­ur Þ. Harðar­son, pró­fess­or emer­it­us í stjórn­mála­fræði, sagðist í sam­tali við Morg­un­blaðið ekki þekkja nein dæmi um það í lýðveld­is­sög­unni að flokk­ar eða ein­stak­ir ráðherr­ar hefðu neitað því að sitja í starfs­stjórn­um.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert