Brynjar tekur sæti á lista

Brynjar Níelsson fær þriðja sætið.
Brynjar Níelsson fær þriðja sætið. mbl.is/Arnþór

Guðlaug­ur Þór Þórðar­son, um­hverf­is-, orku-, og lofts­lags­ráðherra verður áfram oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavíkurkjördæmi norður. Diljá Mist Einarsdóttir þingmaður skipar annað sætið, eins og í síðustu kosningum. Brynjar Níelsson er í þriðja sæti. 

Framboðslistar sjálfstæðismanna í Reykjavík voru kynntir í Þróttarheimilinu í dag.

Brynjar skipaði þriðja sæti á lista flokksins í Reykjavíkurkjördæmi norður í síðustu alþingiskosningum. Sjálfstæðisflokkurinn fékk tvo menn kjörna í kjördæminu og varð Byrnjar því varaþingmaður. Hann hins vegar sagði af sér varaþingmennsku í síðasta mánuði.

Frá fundinum í dag.
Frá fundinum í dag. mbl.is/Hákon

Listinn í heild sinni:

  1. Guðlaugur Þór Þórðarson, ráðherra
  2. Diljá Mist Einarsdóttir, þingmaður
  3. Brynjar Níelsson, hæstaréttarlögmaður
  4. Hulda Bjarnadóttir, viðskiptafræðingur
  5. Tryggvi Másson, atferlishagfræðingur og fyrrv. framkvæmdastjóri þingflokks Sjálfstæðisflokksins
  6. Jón Magnússon, hæstaréttarlögmaður og fyrrv. þingmaður Sjálfstæðisflokksins
  7. Júlíus Viggó Ólafsson, nemi í hagfræði og formaður Heimdallar
  8. Bessí Jóhannsdóttir, formaður SES
  9. Egill Trausti Ómarsson, pípari
  10. Sigríður Rakel Ólafsdóttir, markaðsstjóri
  11. Snorri Ingimarsson, rafmagnsverkfræðingur
  12. Erla Hjördís Gunnarsdóttir, verkefnastjóri
  13. Benedikt Gabríel Jósepsson, byggingaverktaki
  14. Cristopher G. Krystynuson, dr. í jarðfræði og verkfræðingur
  15. Júlíana Einarsdóttir, mannauðsstjóri
  16. Atli Guðjónsson, sérfræðingur í landupplýsingakerfum
  17. Elínborg Ásdís Árnadóttir, grunnskólakennari
  18. Oliver Einar Nordquist, laganemi og stjórnarmaður í Heimdalli
  19. Kristín Alda Jörgensdóttir, íþróttakona og gjaldkeri Heimdallar
  20. Bjarni Pálsson, framkvæmdastjóri og form. Sjálfstæðisfélags Kjalnesinga
  21. Birkir Snær Sigurðsson, nemi í íþróttafræði
  22. Friðrik Sophusson, fyrrv. ráðherra og varaformaður Sjálfstæðisflokksins
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka