Sjö ára dómur yfir Theodóri staðfestur

Landsréttur segir að Theodór eigi sér engar málsbætur.
Landsréttur segir að Theodór eigi sér engar málsbætur. Ljósmynd/Colourbox

Landsréttur hefur staðfest sjö ára dóm yfir Theodóri Páli Theodórssyni sem var sakfelldur fyrir kynferðisbrot gegn tveimur börnum. 

Þá var Theodór einnig sakfelldur í héraðsdómi fyrir ítrekuð vændiskaup.

Honum var einnig gert að greiða stúlkunum sem hann braut gegn hvorri um sig miskabætur að fjárhæð 3.000.000 króna. 

Héraðsdóm­ur Reykja­vík­ur dæmdi Theo­dór í febrúar á þessu ári í sjö ára fang­elsi fyr­ir nauðgan­ir og kyn­ferðis­brot gegn barni yngra en 15 ára, fyr­ir kyn­ferðis­lega áreitni gegn barni, fyr­ir kaup á vændi og fyr­ir að hafa í vörsl­um sín­um mynd­efni sem sýndi börn nak­in og á kyn­ferðis­leg­an máta.

Landsréttur staðfesti þennan dóm í gær. 

Brotin sérlega ófyrirleitin

Í niðurstöðukafla dómsins segir að brot Theodórs hafi beinst gegn mikilvægum verndarhagsmunum ungra stúlkna á viðkvæmu aldurs- og þroskaskeiði, en framburður beggja brotaþola og vitna hafi verið til marks um að brotin hafi valdið þeim mikilli vanlíðan.

„Ljóst er af þeim gögnum sem fyrir liggja í málinu sem og vitnisburðum að brot ákærða voru einbeitt og skipulögð, þar sem hann nálgaðist aðra stúlkuna undir ólíkum nöfnum og á mismunandi forsendum á samskiptaforritinu Snapchat. Ákærði notfærði sér gróflega ungan aldur og þroskaleysi stúlknanna í samskiptum við þær og skeytti engu um afleiðingar brotanna. Brot hans eru sérlega ófyrirleitin og á hann sér engar málsbætur,“ segir Landsréttur. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka