Þrír sósíalistar felldir af lista

Sanna Magdalena Mörtudóttir er odd­viti sósí­al­ista í Reykja­vík suður.
Sanna Magdalena Mörtudóttir er odd­viti sósí­al­ista í Reykja­vík suður. mbl.is

Þrír frambjóðendur sósíalista hafa verið felldir af framboðslistum í Suður- og Suðvesturkjördæmi.

Þetta kemur fram í úrskurðum landskjörstjórnar um gildi framboðslista í kosningum til Alþingis 2024.

Átján á lista í stað tuttugu

Tveir frambjóðendur flokksins í Suðurkjördæmi uppfylltu ekki kosningalög um að undirskrift þeirra skyldi undirrituð með eigin hendi eða með fullgildri rafrænni undirskrift.

Voru þeir því felldir af listanum en vegna þess að framboðsfrestur er útrunninn er ekki leyfilegt að bæta öðrum á listann.

Verða því þeir sem neðar voru á listanum færðir upp um sæti og mun listinn skipa 18 manns í stað 20. Listinn var samþykktur að öðru leyti.

Frambjóðendurnir sem um ræðir skipuðu 15. og 17. sæti listans.

Sama saga í Suðvesturkjördæmi

Um svipaða sögu er að segja í Suðvesturkjördæmi. Þá var frambjóðandi í 27. sæti listans felldur af listanum fyrir að hafa ekki veitt fullgilda rafræna undirskrift.

Var einn fyrir neðan hann færður upp um sæti á listanum og var listinn metinn gildur með 27 frambjóðendum.

Allir aðrir framboðslistar voru metnir gildir.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert