Jós svívirðingum yfir lögregluna

Lögreglan að störfum.
Lögreglan að störfum. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Tilkynnt var um ógnandi mann í miðbæ Reykjavíkur sem öskraði á vegfarendur.

Þegar lögreglan reyndi að ræða við manninn gat hann ekki átt í neinum samskiptum og gat til dæmis ekki sagt til nafns. Maðurinn hélt áfram að ausa yfir fólk svívirðingum og var hann því handtekinn og fluttur á lögreglustöð til viðræðna.

Þar hélst ástandið óbreytt og gat maðurinn ekki tjáð sig öðruvísi en með því að ausa svívirðingum yfir lögregluna. Loks varð ljóst að ekki væri hægt að ræða við manninn og var hann því vistaður í fangaklefa þangað til hægt væri að ræða við hann. Maðurinn var með fíkniefni meðferðis.

Þetta kemur fram í dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu vegna verkefna frá klukkan 17 í gær til klukkan 5 í morgun. Alls eru 44 mál bókuð í kerfum lögreglu á tímabilinu og gista fjórir í fangageymslu.

Brotist inn á heimili

Þar segir einnig að lögreglan hafi verið kölluð til vegna innbrots á heimili í umdæmi lögreglunnar í Hafnarfirði, Garðabæ og á Álftanesi. Lögreglan rannsakar málið.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka