Leggst bæði gegn Hvammsvirkjun og Hvalárvirkjun

Svandís Svavarsdóttir, formaður VG, er lítt hrifin af þeim virkjanakostum sem nú eru í nýtingarflokki rammaáætlunar. Hún er ósátt við að Hvammsvirkjun sé að verða að veruleika. Hún er heldur ekki fylgjandi því að Hvalárvirkjun á Vestfjörðum verði að veruleika.

Hvað með gagnaverin?

Þetta kemur fram í ítarlegu viðtali við Svandísi á vettvangi Spursmála sem vakið hefur mikla athygli.

Í viðtalinu er hún meðal annars spurð út í það hvort hún sé fylgjandi uppbyggingu gagnavera hér á landi. Hún segist vilja fara mjög sparlega með þá orkukosti sem hér standa til boða og taldir eru arðbærir sem virkjanakostir.

Þá er hún spurð út í það hvað henni finnist um að fámenn félagasamtök á borð við Landvernd eða Náttúrugrið geti tafið eða stöðvað framkvæmdir áratugum saman. Telur hún mikilvægt að rödd þeirra sem standa vilja vörð um náttúruna heyrist hátt og snjallt og að þeir ferlar sem í gildi eru nú séu réttlætanlegir.

Orðaskiptin um þessi mál má sjá í spilaranum hér að ofan.

Viðtalið við Svandísi má svo sjá í heild sinni í spilaranum hér að neðan:



mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka