Ágreiningur í VG um aðild að NATO

Annar oddviti VG í Reykjavík vill að Ísland verði áfram …
Annar oddviti VG í Reykjavík vill að Ísland verði áfram í NATO. AFP/Odd Andersen

Forystufólk Vinstri grænna í Reykjavík er ósammála um hvort Ísland eigi að vera í Atlantshafsbandalaginu, NATO. Formaður flokksins, Svandís Svavarsdóttir, sem skipar efsta sætið á framboðslista flokksins í Reykjavíkurkjördæmi norður, er afdráttarlaus í því efni og vill Ísland úr NATO, en öðru máli gegnir um oddvita flokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður, Finn Ricart Andrason.

„Afstaða mín til aðildar Íslands að Norður-Atlantshafsbandalaginu er sú að þar séu bæði kostir og gallar. Kostirnir eru þeir að við njótum ákveðinnar verndar gagnvart ytri ógn ef hún steðjar að og það er gott að eiga bandamenn ef slíkt kemur upp,“ segir Finnur í samtali við Morgunblaðið.

Spurður beint hvort hann telji að Ísland ætti að segja sig úr NATO svarar hann þannig:

„Það er mín skoðun akkúrat núna, eins og staðan er í heiminum, að það sé ekki eitthvað sem við ættum að skoða.“ Spurður um ágreining í flokksforystunni um afstöðu til NATO-aðildar segir hann að eðlilegt sé að einstaklingar sem eru í forsvari fyrir flokk séu ekki sammála um öll stefnumál flokksins. 

Lesa má meira um málið í Morgunblaðinu í dag. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka